Ostańce Próśb er stórt verkefni með það markmið í huga að skrá valdar helgar byggingar í Póllandi, Noregi og á Íslandi og einnig að miðla þekkingu um þær. Verkefnið er áframhald af öðru verkefni er nefnist Ocalić Narodową Spuściznę, sem lauk árið 2011, en núverandi verkefni er með aukið umfang og fleiri byggingar í rannsókn.

Í verkefninu Ostańce Próśb, sem mun fara fram á árum 2013–2016, viljum við skrá ítarlega á sjónrænan hátt a.m.k. 1500 helgar byggingar: kapellur frá Kociewie, Żuławy, Powiśle, suður Kaszuby svæðinu og Pojezierze Słowińskie, og einnig íslenskar og norskar kirkjur. Við ætlum að ljósmynda þessar byggingar og gera heimildamyndir, en á sama tíma taka viðtöl á staðnum, einnig í formi hljóðupptöku.

Seinna förum við í ferðalag til norður Evrópu. Við ætlum að sjá hvernig samstarfsaðilar okkar í Noregi og á Íslandi vinna. Við vitum ad þeir eiga auðuga heimildaskráningu af kirkjum og kynna vel þeirra menningararfleið. Við viljum nota þeirra reynslu og hrinda af stað samræðu milli landa og kynslóða.

Skráningin verður unnin af rannsóknarteymi sem samanstendur af ljómsyndara og tveimur þjóðfræðingum. Markmið þeirra verður að finna eins margar kapellur og unnt er, kynnast uppruna og höfunda þeirra og sjá hvert hlutverk þeirra er í lífi sveitanna. Þannig viljum við rannsaka þeirra virka karakter og mögulegrar sögusköpunar af Kaszuby svæðinu.

Seinna förum við í ferðalag til norður Evrópu. Við ætlum að sjá hvernig samstarfsaðilar okkar í Noregi og á Íslandi vinna. Við vitum ad þeir eiga auðuga heimildaskráningu af kirkjum og kynna vel þeirra menningararfleið. Við viljum nota þeirra reynslu og hrinda af stað samræðu milli landa og kynslóða.


Hvernig viljum við vekja ykkar áhuga á að vilja á að læra meira um helgar byggingar?

Fyrsta skref...

Við munum halda áfram að bæta við byggingum í KORTIÐ sem var gert fyrir síðasta verkefni Ocalić Narodową Spuściznę. Nákvæm staðsetning af öllum byggingunum leyfir ykkur að finna jafnvel huldustu kapellur í skoginum. Auðug ljósmyndaskráning, tiltæk í gegnum PhotoSynth tækni leyfir ykkur einnig, án þess að fara út, að ‘labba í kringum´ hverja og eina kapellu í 3D rými og skoða hana í smáatriðum.

Önnur skref...

Við munum safna og raða þekkingu um kirkjubyggingalist í Póllandi og Skandinavíu og við ætlum að segja ykkur frá því á sýningum, kynningarfundum og tónleikum. Eitt af aðalmarkmiðum verkefnisins Ostańce Próśb er að stuðla að þekkingu á völdum helgum byggingum, sérstaklega í tengslum við fjölmenningarlega arfleið þeirra. Við munum miðla henni meðal annars á fjórum fyrirhuguðum sýningum – í Gdansk, Reykjavík, Búkarest og Poznan – og á þremur kynningarfundum – í Sławoszyn, sem staðsett er á landamærum Żuławy og Kociewie, í Lędowo og í Búdapest.

?ri?ja skref...

Við munum gefa út tvö einstök rit um helgar byggingar, unnin af sérfræðingum á sviði norrænna fræða og þjóðfræða. Dr Wojciech Tadeusz Lange frá Adam Mickewicz Háskólanum, sérfræðingur í hefðbundnum skandinavískum arkítektúr, mun sjá um rit um norskar stafkirkjur. Kapellur í Kaszuby verða kynntar í ritinu eftir dr Tomasz Siemiński, formanni Pólsks Þjóðfræðisfélags. Við munum gefa báðar bækurnar til bókasafna í Póllandi, Noregi og á Íslandi og auðga þekkingu um helgan arkítektúr frá mismunandi menningaheimum.


AÐILAR::

Þjóðminjasjafn Ísnds
Gerðuberg
Minjasafn Reykjavíkur
Museum of Cultural History, University of Oslo
Riksantikvaren
Nasjonalbiblioteket
Fortidsminneforeningen

SAMSTARFSAÐILAR:

Pólska Stofnunin í Búdapest
National Museum of the Romanian Peasant, Bucharest

SAMBAND:

Muzeum Narodowe w Gdańsku (Þjóðminjasafn í Gdansk)
ul. Toruńska 1, 80-822 Gdańsk
tlf. +48 58 301 68 04
fax. +48 58 301 11 25

Waldemar Elwart
Verkefnisstjóri
Sími: +48 583 075 912 innanhús. 103
Farsími. +48 602 103 360
w.elwart@ostanceprosb.pl
www.ostanceprosb.pl

Justyna Gabriel
Aðstoðarmaður verkefnisstjóra
Sími: +48 583 075 912 innanhús. 103
j.gabriel@ostanceprosb.pl
www.ostanceprosb.pl

Verkefnið er unnið af Þjóðminjasafni í Gdansk og er það styrkt af Evrópusjóðnum „Promotion of Diversity in Culture and Arts within European Cultural Heritage“.